top of page
Forsíða: Welcome

Jöfnuður og menntun

hafa verið rauði þráðurinn í öllu mínu starfi í stjórnmálum; alveg frá því að ég tók fyrstu slagina í Röskvu, seinna þegar ég var formaður menntamálanefndar Alþingis og nú síðustu átta árin sem formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar.

Hvaðan kemur ástríðan? Horfðu á myndbandið hér að neðan ef þú vilt vita meira.

Forsíða: Work

​Árangur

síðustu ára og áratuga í menntamálum Reykjavíkur drífur mig áfram. Þar sjást áherslur okkar jafnaðarmanna í verki.

Frá liðnu kjörtímabili má nefna:

  • Fyrstu heildstæðu menntastefnu Reykjavíkur með áherslu á fimm hæfniþætti: félagsfærni, sjálfseflingu, heilbrigði, sköpun og læsi

  • Markvissar aðgerðir til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla – sem hafa lækkað inntökualdur jafnt og þétt

  • Bætt kjör og starfsaðstæður í skólum og í frístundastarfi með yfir fimm milljarða viðbótarframlagi á kjörtímabilinu

127854367_1080290829067430_5553477559382

Ég?

Ég heiti Jóhann Páll og er 28 ára. Hef búið í Bretlandi með Önnu Bergljótu kærustunni minni síðan 2016, stundað þar nám í stjórnmálahagfræði og sagnfræði og unnið sem blaðamaður. Í haust ákvað ég að breyta til, hætta í fréttamennsku og skrá mig í Samfylkinguna. Undanfarna mánuði hef ég m.a. starfað við ráðgjöf og hugmyndavinnu fyrir þingflokkinn okkar, svo sem við smíði þingmála og kynningarritsins Ábyrga leiðin – úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar.

Verkefni

formanns skóla- og frístundaráðs eru margvísleg, eins og við má búast í borg sem rekur yfir 100 skóla og ver um 50% útgjalda til skóla- og frístundastarfs.

 

Meðal verkefna vetrarins má nefna:

  • Aukning fjárframlaga til grunnskóla upp á 1,5 milljarð á ári og nýtt fjármögnunarlíkan sem tekur mið af félagslegum aðstæðum í hverfum

  • Samstarf við velferðarsvið um betri stuðning við börn og ungmenni í þeirra nærumhverfi með verkefninu „Betri borg fyrir börn“

  • Íslenskuver í alla borgarhluta til að  styðja betur við bakið á börnum með annað móðurmál en íslensku

Forsíða: Text

Áherslur

mínar fyrir næsta kjörtímabil eru að vinna áfram að því að draga úr aðstöðumun barna og styða enn betur við þau sem standa höllum fæti; svo sem vegna efnahags foreldra, uppruna, fötlunar, námserfiðleika, hegðunar eða annarra félagslegra aðstæðna.

Önnur áherslumál fyrir næsta kjörtímabil:

  • Auka geðrækt í skólum og huga betur að andlegri heilsu nemenda, sem er ekki síst mikilvægt í kjölfar heimsfaraldurs

  • Ljúka leikskólabyltingunni með því að bjóða 12 til 18 mánaða börnum leikskólapláss (í samræmi við áætlunina „Brúum bilið“)

  • Að Reykjavíkurborg dragi áfram vagninn í loftslagsmálum og grænum fjárfestingum á Íslandi

Anchor: Prufa

Reynsla

vegur þungt í pólitík og fer best með hæfilegri endurnýjun. Samfylkingin í Reykjavík nýtur þess.

 

Ég hef leitt skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar í 8 ár en það eru liðin heil 30 ár síðan ég vann minn fyrsta sigur í pólitík. Eftir að hafa kynnt hugmyndir um Nýsköpunarsjóð námsmanna fyrir þáverandi ráðherrum var það Jóhanna Sigurðardóttir sem tók málið upp og keyrði það í gegn við ríkisstjórnarborðið. Tveimur árum síðar kynntist ég núverandi borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni, þegar við stóðum fyrir þjóðarátaki á vegum Stúdentaráðs til bókakaupa fyrir opnun Þjóðarbókhlöðunnar.

 

Síðan þá hef ég komið víða við – sem þáttastjórnandi í útvarpi og dagskrárstjóri hjá Bylgjunni, sem einn af framkvæmdastjórum Menningarborgar Evrópu í Reykjavík árið 2000 og seinna sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Loks sat ég á Alþingi árin 2009 til 2013 og var þar formaður menntamálanefndar. Ég er fimm barna faðir, kvæntur Dr. Önnu Lind Pétursdóttur, sem er prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands, og er sjálfur með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Minnesota-háskóla í Bandaríkjunum.

Forsíða: Contact

Hafðu samband!

Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu endilega hafa samband á Facebook, með tölvupósti í netfangið helgasonskuli [hjá] gmail.com eða í síma 695-6901.

  • Facebook

Flokksvalið 2022

Ég vil biðja um þinn stuðning til að skipa áfram 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flokksvalið fer fram 12. og 13. febrúar. Til að taka þátt þarft þú að vera með lögheimili í Reykjavík og flokksfélagi í Samfylkingunni eða skráður stuðningsaðili fyrir miðnætti 5. febrúar.

Nýlegar greinar

Greinar
Röskvusigur 1991.png
Skúli á Alþingi_edited.jpg
bottom of page