Reynsla
Kjarkur
Jöfnuður og framfarir
Ég brenn fyrir jöfnuði og framförum.
Ég er eldheitur jafnaðarmaður og berst fyrir réttlátu samfélagi þar sem öll fá tækifæri til að blómstra, sérstaklega börn og ungmenni.
Ég hef mikla reynslu af því að gegna forystuhlutverki í stjórnmálum og býð áfram krafta mína því ég hef brennandi ástríðu fyrir því að bæta samfélagið, nýta fjármuni betur til að auka grunnþjónustu við borgarbúa og finna árangursríkari lausnir á þeim áskorunum sem mæta okkur í starfsemi borgarinnar.
Reynsla
skapar árangur
Reynslan kennir manni hvað þarf til að ná árangri.
Í flóknu stjórnkerfi þarf seiglu til að skapa samstöðu um nauðsynlegar umbætur, halda fókus á aðalatriðum, fylgja ákvörðunum eftir og tryggja árangursríka innleiðingu á aðgerðum.
Þetta veganesti hefur verið mér dýrmætt við gerð menntastefnu borgarinnar, stjórn á mestu leikskólauppbyggingu sögunnar í Reykjavik og forystu fjölmargra umbótaverkefna.
Þar hefur jafnaðarstefnan og sterk réttlætiskennd vísað mér veginn.
Kjarkur
til að breyta
Einn mikilvægasti eiginleiki stjórnmálamanna er að hafa kjark til að breyta hlutum sem hafa verið í föstum skorðum um árabil, taka óvinsælar en réttar ákvarðanir og hafa úthald til að skila þeim í mark.
Ég er óhræddur að hagræða til að nýta fjármuni borgarinnar betur. Ég fór fyrir einu stærsta breytingaverkefni borgarinnar: Betri borg fyrir börn, sem hefur bætt stuðningsþjónustu við börn.
Ég vil halda áfram að breyta til batnaðar; skerpa betur á forgangsröðun grunnþjónustu við borgarbúa, leggja af verkefni sem mega bíða, bæta eftirlit með framkvæmdum, draga úr veikindafjarvistum með jákvæðum hvötum og nýta betur styrk borgarinnar í innkaupum og rekstri.
Árangur
Skúli hefur haft forystu um fjölmörg mikilvæg
umbótamál í borginni á undanförnum árum
Þetta er á meðal þess sem Skúli hefur áorkað:
Betri borg fyrir börn
Sögulegt samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs um betri og markvissari stuðningsþjónustu við börn og barnafjölskyldur.
Fyrsta heildstæða
menntastefna Reykjavíkur
Með áherslu á fimm hæfniþætti sem gera börn að virkum og sterkum einstaklingum í samfélaginu: læsi, félagsfærni, sjálfsefling, heilbrigði og sköpun.
Stefnan varð til í nánu samráði við þúsundir úr skólasamfélaginu: nemendur, kennara, foreldra, starfsfólk, háskólafólk og ráðgjafa.
Skólar og frístundamiðstöðvar fengu nýtt þróunarfé til að innleiða stefnuna með markvissum hætti.
Stærsta leikskólauppbygging
í sögu borgarinnar
Sjö nýir leikskólar hafa verið opnaðir á síðustu sjö árum og alls rúmlega 1200 ný leikskólapláss sköpuð til að bjóða yngri börnum í leikskóla.
Fjölbreyttar lausnir voru nýttar með viðbyggingum við eldri leikskóla, opnun ungbarnadeilda, nýjum deildum í færanlegum húsum og fjölgun plássa hjá sjálfstætt starfandi leikskólum.
Bætt kjör og starfsaðstæður
í menntakerfinu
Bætt kjör og starfsaðstæður í grunnskólum, leikskólum og frístundastarfi með fjölmörgum aðgerðum sem borgin hefur fjárfest í fyrir meira en 10 milljarða.
Þar með talið fjölgun undirbúningstíma, fækkun barna á hvern starfsmann, auknu fjármagni í sérstakan stuðning barna, liðsheildarvinnu, faglegt starf og margt fleira.
Aukinn jöfnuður og þátttaka barna í íþróttum og frístundastarfi
Skúli hefur beitt sér fyrir auknum jöfnuði og stuðningi við börn í hverfum þar sem þátttaka í íþróttum og frístundastarfi hefur verið undir meðallagi, einkum Breiðholti og Kjalarnesi.
Frístundastyrkurinn var hækkaður um helming 2022 og þátttaka barna og ungmenna í frístundastarfi hefur aukist hratt í kjölfarið.
Mikil uppbygging
íþróttamannvirkja
Uppbygging aðstöðu til íþróttaiðkunar hefur verið mikil undanfarin ár, þ.m.t. í Breiðholti, Laugardal, Úlfarsárdal, Vesturbæ, Miðborg og víðar og Skúli leiðir vinnu við nýja forgangsröðun íþróttamannvirkja sem lýkur á þessu vori.
Aukinn stuðningur
við menningu
Menningarstyrkir hafa hækkað til að næra betur grasrótina í menningarlífi borgarinnar. Styrkjapotturinn hefur hækkað í þremur áföngum um tæpar 80 milljónir króna frá 2023.
Styrkjum til listafólks og frjálsra listhópa hefur verið fjölgað og fjármagn hækkað eftir samfellda rýrnun styrkjanna í mörg ár.
Stutt hefur verið betur við mikilvæga sprota í menningarlífi borgarinnar. Þar má nefna Tjarnarbíó, Bíó Paradís, Mengi, Kling og Bang, Nýlistasafnið, Dansverkstæðið, Stórsveit Reykjavíkur, bókmenntahátíðina Reykjavik Noir og marga fleiri.
Ný stefna
um Viðey
Metnaðarfull ný stefna liggur fyrir um Viðey með sérstaka áherslu á að efla fræðslu til grunnskólabarna um sögu og menningarhlutverk Viðeyjar, friðarboðskap og náttúrufegurð í þessari dýrmætu perlu í borgarlandinu.
Nýsköpunarsjóður
námsmanna
Skúli lagði fram tillögu um stofnun Nýsköpunarsjóðs námsmanna sem framkvæmdastjóri Stúdentaráðs árið 1992 og sá sjóður hefur síðan tryggt þúsundum háskólastúdenta sumarstörf við hagnýt rannsóknarverkefni.
Framundan
Ný gæðasókn í menntamálum
Ég vil að Samfylkingin setji í forgang að borgin endurheimti pólitískt forystuhlutverk sitt í menntamálum.
Við eigum að leiða saman borgina, ríkið, fagfélög og háskóla í nýrri gæðasókn í menntamálum með áherslu á kennsluhætti sem skila börnum árangri.
Aukum stuðning við kennara á vettvangi til að mæta betur fjölþættum þörfum barna.
Nýtum betur gagnreyndar kennsluaðferðir til að auka færni nemenda í lestri, stærðfræði og öðrum undirstöðugreinum.
Bætum sérstaklega snemmtækan stuðning við börn með fjölbreyttan tungumálabakgrunn.
Fjölbreytt húsnæði á
viðráðanlegu verði
Forgangsmál er að byggja fjölbreytt húsnæði á viðráðanlegu verði um alla borg fyrir ungt fólk og efnaminni borgarbúa.
Leggjum áherslu á fjölbreytta samgöngumáta, öflugar almenningssamgöngur með Borgarlínu og bætum áfram þjónustu Strætó.
Græn atvinnustefna,
náttúruvernd og græn svæði
Byggjum upp græna sjálfbæra atvinnustefnu með djúpnýtingu jarðvarma, sólarorku, vindorku og fleiri vistvænna orkugjafa en göngum varlega og af virðingu um auðlindir náttúrunnar.
Markvisst verði unnið að samdrætti í losun og kolefnishlutleysi fyrir 2040.
Fjölgum grænum svæðum og fallegu mannvænu umhverfi í skipulagi borgarinnar, þar sem götur, torg og leiksvæði eru hönnuð fyrir fólk.
Kröftug uppbygging
á leikskólum og
betri starfsaðstæður
Um 1800 ný leikskólapláss eru í undirbúningi á næstu 6 árum með nýjum leikskólum, stækkun starfandi leikskóla, fjölgun ungbarnadeilda og fjölgun plássa hjá sjálfstætt starfandi leikskólum.
Þróum nýjar lausnir eins og hreystileikskóla þar sem við eflum hreysti og seiglu barna í samvinnu leikskóla og íþróttafélaga.
Innleiðum nýjar tillögur til að bæta mönnun og starfsaðstæður í leikskólunum.
Uppbygging aðstöðu
til útivistar og almenningsíþrótta
Uppbygging Vetrargarðs í Breiðholti, endurbætur við sundlaugar og Ylströndina og bætt aðstaða á Austurheiðum fyrir fjölbreytta útivist sem nýtist í vetraríþróttum, hestamennsku, gönguferðum og heilnæmri útivist.
Höldum áfram kröftugri uppbyggingu íþróttamannvirkja, með áherslu á aðstöðu fyrir fjölbreytt íþróttastarf barna og ungmenna.
Minnkum ónæði
af flugumferð
Losnum við óþarfa flugumferð af Reykjavíkurflugvelli til að draga úr mengun, og ónæði fyrir íbúa og mengun.
Einkaþotur, einkaflug, útsýnisflug með þyrlum, æfinga- og kennsluflug á betur heima annars staðar og flutningur þess mun skapa meiri sátt um innanlandsflug og sjúkraflug á vellinum.
Tökum til
í borginni
Förum vel með fjármagn og tökum til í rekstri og stjórnsýslu borgarinnar með áherslu á að borgin nýti stærð sína til hagkvæmari innkaupa, auki skilvirkni og bæti eftirlit með framkvæmdum.